<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 22, 2005

Vonda gríska lagið 

Ég er ekkert búin að blogga um Eurovision so far en get ómögulega á mér setið núna. Vá, hvað úrslitin í gær voru vond. Aldrei þessu vant, var nóg af lögum til að halda með; Noregur, Danmörk, Sviss, Moldavía, Serbía/Svartfjallaland og fleiri en þá vinnur þetta líka ömurlega lag. Ég fór nokkuð nærri um úrslitin, átti sjö lönd rétt í topp tíu, en klikkaði á aðalatriðunum, þeim þremur efstu. Mér leist álíka illa á þau öll. Ég hefði meira að segja verið sáttari við Lettana - the war is not over - eins og það var nú væmið og voðalegt. Sem sagt, ofur spæling.

Annars er alveg með ólíkindum hvað ég er menningarleg þessa dagana. Í dag fór ég til að mynda bæði og keypti mér miða á Duran Duran (veiveivei) og á tónleika með Diddú og þeir voru algjört æði. Gæsahúðin uppi við í klukkutíma eða svo. En ég er að fara á Duran Duran...

fimmtudagur, maí 19, 2005

Menningarpistill 

Nú er ég orðin ein af genginu sem berst við að vera inn og hlusta á rétta tónlist. Fór á tónleika í gærkvöld með Mugison og fjölskyldu og sat þar innan um lopapeysuklíkuna og var væntanlega ein af aldursforsetunum. En mikið ljómandi var hann skemmtilegur. Ekki það að mér finnst alltaf frekar undarlegt að fara á tónleika þar sem ég þekki nánast ekkert af því sem er spilað, eins og tilfellið var þarna. Mugison bætti það bara upp með frábærri sviðsframkomu, mikið krútt.

Af leikskólamálum er það eitt að frétta að allt gengur vel. Strumpan vill ekki sjá það að fara heim á daginn og er kát á morgnana. Ég veit ekkert hvernig gengur með slagsmálahundinn en fæ reglulega fréttir af því að "krakkarnir" hafi verið að slást.
Annars náði hún að slasa sig ógurlega í gær, hrundi á sjónvarpsskápinn hjá ömmu sinni og það sprakk svolítið fyrir á augnlokinu og blæddi úr nefinu. Þetta var voðalegt sjokk og annað sjokk þegar hún leit í spegil og sá meiðslin. Og hún var enn frekar aum yfir ósköpunum í morgun.

miðvikudagur, maí 11, 2005

Að láta hnefana tala! 

Það kom til átaka í dag á leikskólanum, allt er þegar þrennt er. Annað bitchið, sú með lausa hnefann, lamdi Strumpuna og sú stutta svaraði með því að dúndra til baka. Það þýddi auðvitað bara meiri slagsmál og á endanum dró ég Sóleyju frá og sagði henni að það væri bannað að slást. En innst inni var móðurhjartað stolt að hún skildi svara fyrir sig og ég held að ég taki upp leynilegt uppeldi heima við þar sem ég hvet hana til að lemja til baka. Ég meina, hvers á maður að gjalda að umgangast svona dýr? Fröken brjáluð fór stuttu síðar og tók aðra dömu allsvakalegu hálstaki þannig að hún er með pleisið í gíslingu. Sjálfsvarnaræfingar heima, held ég.

Annars er afmælisbarn dagsins Unnur, hún er 32 ára í dag og les ekki bloggið mitt, en til hamingju með daginn samt :)

þriðjudagur, maí 10, 2005

Dagur tvö 

Það gekk að mestu leyti voða vel á leikskólanum í dag. Fleiri krakkar inni við og Strumpan var svona pínu sósjal. En þær leynast víða, the bitches! Ein ansi heimarík sem stjórnaði með harðri hendi. Og hin nýja sem ég nefndi í gær, virðist hafa ansi lausa hönd og ég missti algjörlega töluna á því hvað hún lamdi, sparkaði og kastaði hlutum oft. En það var oft, hún dreifði bara illskunni nokkuð jafnt, svo Strumpa lenti lítið í henni. Og það eina sem foreldrarnir gera er að láta hana segja fyrirgefðu, jú góðra gjalda vert og það allt, og þetta kannski ekki besti staður í heimi til að taka á málunum en vá.

Ég fór allt í einu að spá hvað það hlýtur að vera voðalegt að vera í vinnu á leikskóla og leiðast einhver krakkinn. Mér finnst það nógu slæmt sem kennari að finnast einhver nemandi alveg voðalegur. Það kemur samt alltaf reglulega fyrir. Einhvern veginn finnst mér eins og maður sé verri persóna ef manni er illa við börn, frekar en unglinga eða fullorðna. En fyrra bitchið - sú heimaríka, var alveg farin að fara í mínar fínustu. Sjáum hvernig fer.

mánudagur, maí 09, 2005

Stóri dagurinn 

Já, loksins kom hann, þessi stórmerkilegi dagur. Fyrsti leikskóladagurinn. Þau voru þrjú sem byrjuðu í aðlögun á deildinni í dag, þar á meðal Anna Margrét sem við þekkjum síðan á fæðingardeildinni.
Strumpan var ákaflega hæversk til að byrja með og hékk í pilsfaldinum (eða buxnaskálminni) á móður sinni en var ögn farin að koma til og skoða dót og dunda sér. Svo breyttist hún alveg þegar við fórum út að skoða leiksvæðið og hún æddi þar um allt og inn í krakkahópa og ég veit ekki hvað og varð svo bálreið þegar reynslutímanum lauk og við fórum heim.
Mér finnst þetta örugglega meira ógnvekjandi en henni, nú er hún einhvern veginn bara kominn inn á færibandið og orðin minni eining en áður. Svo mér veitti, held ég, ekki af lengri aðlögun :)

Svo tókum við tæknina í þjónustu okkar á föstudaginn og töluðum við Önnu Steinu í gegnum vefmyndavél. Það vakti ómælda lukku hjá Strumpu og mátti ekki á milli sjá hvort hún væri heillaðri af sér í mynd eða því að sjá framan í þessa frægu Önnu. Ekki spurning að þetta verður nýtt aftur.

föstudagur, maí 06, 2005

Hjólreiðarnar 

Það gengur verr og verr í VMA með hverjum deginum, erum búin að hrapa niður í 6. sæti og það er bölvaður Síðuskóli sem er efstur. Ég stend mig samt vel (íhugaði vel og lengi að guggna í morgun en gríðarleg sjálfsstjórn náði yfirhöndinni) og hef hjólað alla daga, með góða Ipodinn í eyrunum. Aðalhjólamúsíkin er Turn me loose sem er náttúrulega eitt af ofurstuðlögum heimsins og það er passlega langt fyrir eina leið, en svo hef ég gripið í Pixies líka. Það fer reyndar fyrir mér eins og Ljúfu að ég á það til að syngja með af gleði en það virðist vera minni umferð hér en á hennar vegum svo enginn er farinn að koma frá geðdeildinni ennþá.

þriðjudagur, maí 03, 2005

Menningarpósturinn - taka þrjú 

Ætli ég afgreiði ekki tónleika krúttlega gæjans bara fljótt og örugglega. Þeir voru óskaplega skemmtilegir og uppvekjandi að því leyti að það rifjaðist upp fyrir mér að ég hef í raun býsna gaman af píanótónlist. Svo kannski ætti maður að gera meira af því að setja svoleiðis undir geislann. En því miður hafa engar fregnir borist af útgáfu þessara tónleika svo ég verð að láta mér nægja að hlusta á aðra en Hela minn.

Reykjavíkurferðin bara yfirleitt frekar góð og fjölskylduvæn (kannski skrifar Strumpan ekki undir að Kringluferðin hafi verið það :), við fórum meðal annars í Húsdýragarðinn við fögnuð allra í fjölskyldunni. En við lágum hins vegar ekkert í heimsóknum, Óli og Eygló voru þau einu sem fengu að njóta þess.

Nú er ég ofurvirk að hjóla í vinnuna og VMA efst á lista í sínum hóp með flesta þátttakendur. Mætti líka í ræktina í gær eftir allt of langt hlé og er með strengi í dag sem minna mig á letina ;(

This page is powered by Blogger. Isn't yours?