<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Afar stuttlegt 

It's alive! Ég lofa bloggbót og betrun við tækifæri. Það eru bara þessar árans fjarkennsluritgerðir sem þarf að koma frá. Mikil verður gleðin þegar þeim er svarað.
Allt gott úr Norðlendingafjórðungi. Belgurinn óðum að jafna sig eftir helgina.

Friðrik Vaff
þú sem ert á toppnum
helgist þitt nafn
tilkomi þinn matur
verði þinn réttur
svo á jólum sem á sumri
Gef oss í dag vort daglegt brauð
og fyrirgef oss aðra staði
svo sem vér og fyrirgefum
vorum syndanautnum.
Leið þú oss mjög oft í freistni
og frelsa oss frá Lindinni
Því að þinn er maginn, munnurinn og nautnin,
að eilífu, amen

mánudagur, nóvember 21, 2005

Upprifjun helgarinnar 

Verður maður ekki aðeins að bæta fyrir bloggagnir síðustu viku? Í fyrsta lagi hefði ég betur sleppt því að tjá mig um heilsuhreysti dótturinnar þar sem hún hefur basically verið veik síðan. Var ruslað á leikskóla í dag í þeirri von að nú væri þetta allt að koma. Stefnan er svo tekin á dr Pétur á miðvikudag.
Í öðru lagi var ég á meiri háttar árshátíð VMA á föstudagskvöld. Góður matur og dansað alveg svakalega - það þarf ekki meira til að gleðja mig. Ég bý svo vel þessa daga að vera allt í einu komin með jafnöldru í samkennarahópinn og fékk meira að segja nokkuð gott eintak, virðist vera. Við fórum alla vega saman í tveggja manna partý heim til hennar eftir ballið og kjöftuðum þar. Skondið þegar maður er að máta nýja vini, þetta er svolítið eins og að vera að deita. Hvernig passa skoðanir, smekkur, aldur og fyrri störf saman??
Laugardagurinn var frekar lítill afrekadagur, nema hvað Sóley fór í íþróttaskólann, var nokkuð góð til heilsunnar þann klukkutímann, og ég afrekaði það að fara með, syfjuð og angandi af áfengi :) En þreytt var ég.
Gærdagurinn var aðallega heimsókna- og sjónvarpsdagur. Betra liðið vann í PP-i, sæmileg gleði þar. Og Örninn eilíf uppspretta gleði. Liggur við að ég horfi á hann á SV1 og DR1 til að sjá hann mörgum sinnum.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

I'm going slightly mad... 

...það er sem sagt soldið mikið að gera núna - þess vegna blogga ég ekki eins og brjáluð. Allt er gott - stofan svo gott sem klár, Strumpan haldið góðri heilsu þessa vikuna og ég farið samviskusamlega í leikfimi. Muna að koma með Kim Larsen jóladiskinn í tíma á morgun og leyfa börnunum að heyra Í Betlehem er barn oss fætt með meistaranum.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Allur pakkinn 

Allur sjónvarpspakkinn frá Símanum kominn í gagnið og strax búinn að sanna sig. Í gær var nefnilega Robbie Williams day á VH1 - ótrúlega gaman að horfa á hann frá unga aldri. Svo er, eins og gefur að skilja, gaman að hafa DR1 og 2 og sænsku líka. Mátti slíta mig með ofurstyrk frá Erninum áðan en þar sem þeir eru víst komnir eitthvað á undan þá er bannað að taka svona forkíkk. Það er líka mesti munur að hafa Skjá 1+ og RÚV+, sérstaklega þegar dagskrárliðir rekast saman eins og á sunnudagskvöldum. Núna fór ég reyndar í göngu af því að ég var svikin um Örninn og horfði á Popppunkt í endursýningu klukkutíma síðar. Þar var gamall kunningi að setja svip sinn á leikinn og gaman að því.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Menningarkvöld 

Fórum að sjá Piaf í gær - reyndar bara tónleikaútgáfuna, klukkutíma sýningu, svona brot af því besta eða þannig. Anyways, ekkert smá sem það var flott. Dásamlegt að finna litla dökkhærða leikkonu, sem bæði syngur og talar frönsku eins og engill. Vantaði bara rauðvín til að fullkomna stemminguna.
Annars lítið að frétta úr hversdagsleikanum. Strumpan veik enn eina ferðina, ég sé að fyrravetur hefur bara verið grís og ekkert annað. Vinnuvikan verið asnaleg fyrir vikið og mátti ekki við því. Fröken er í augnablikinu í "heimsókn" hjá veiku frænku sinni, til að redda foreldrunum.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Vá hvað ég elska... 

... Dana Carvey. Maðurinn er á guðalistanum mínum.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Stofubylting 

Helgin var yfirfull af gjörningum, krefst eiginlega tveggja pósta. Brjálæðið hófst á föstudagskvöld þegar við ákváðum að umbylta stofunni, enda með eindæmum þröngt í sjónvarpshorninu og býsna rúmt um litla borðstofuborðið. Vorum að til tvö og stefnir í að einhver húsgögn flytji í nytjagáminn uppi á Gámasvæði (vill einhver eiga fjögurra ára gamlan, grænan Lazy-Boy, sem annars verður munaðarlaus?) Enn er allt á haus, leiðinlegur fylgifiskur breytinga, en það stendur allt til bóta.
Laugardagsseinnipartur og -kvöld er löng og mikil saga og þar sem ég er að fara að kenna bíður það betri tíma.
Ég lofaði hins vegar að auglýsa myndasafnið fyrir áhugasama - myndir úr einkasafni fjölskyldunnar. Verið í sambandi - til dæmis í vinnupóstinn minn - ef þið viljið aðgangsorð.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Æskulygar afhjúpaðar 

Þið kannist við allt bullið sem er troðið í mann í æsku í krafti þess að maður veit ekki betur? Kannski til að stappa í mann stálinu eða hver sem tilgangurinn nú er.
Ég er fyrir löngu búin að átta mig á að unglingabólur er ekki eitthvað sem hverfur við tvítugt - sit sennilega uppi með þær alla ævi (án þess að ég ætli að gera langar tilraunir til að breyta algjörlega um mataræði til að athuga hvort að það bjargi öllu - frekar lifi ég með bólunum).
Öllu verra er, að í gær var ég rifin niður úr skýjakljúfunum með það að einhvern daginn ætti ég eftir að fá arnarsjón - þegar ellifjærsýnin kæmi, þá viki ungdómsnærsýnin. En nei! Líklega mun ég bara þurfa að bíta í það súra að þurfa að nota tvískipt gleraugu. AAARGHHH!

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Alein heima (með barni) 

Ákvað að blogga um ekki neitt og reyna að afsanna gamlar reglur um að ég bloggi bara í vinnunni. Sémsjagt ekkert að frétta. Strumpa "lasin", rauk allt í einu upp í hita í fyrrakvöld en er að ná sér aftur og komin í hinar klassísku tvær-þrjár kommur síðustu vikna. Ég ligg í leti og les (meðal annars ljómandi Kaupmannahafnarbók - jújú, ég er líka að fara til Kjöpen eftir rúman mánuð!!) og svolítið á dönsku þess á milli. Mikil upphitun í gangi.
Leikfimi í gær, "Ólatími" sem jafngildir masókisma að sækja en það gekk furðu vel. Það sem meira er, ég fór í klukkutíma gönguferð þar á eftir - OG át ekkert nammi í gærkvöld!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?