<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 20, 2005

Úlpublogg 

Fyrir áhugasama sem muna enn 20 þúsund króna úlpuna mína (sem reyndist við nánari eftirgrennslan hafa verið MEÐ snjóbuxum, actually) þá skal hér upplýst að ég keypti mér úlpu í HogM, á tæpar 3 þúsund krónur, öllu hagstæðara, þó hin hafi kannski verið svona meiri gripur. Sú hin nýja er líka græn ;) og ég splæsti mér í húfu, trefil og vettlinga við, í stíl, eitthvað sem hefði glatt ömmu gömlu óskaplega.

Svo vil ég absolut mæla með nýja disknum hans Magnúsar Þórs. Ég slysaðist til að hlusta á útgáfutónleikana í útvarpinu og kollféll. Nammnamm. Keypti diskinn við fyrsta tækifæri og hann rennur einstaklega vel um eyrun.

föstudagur, desember 16, 2005

Dejlige Danmark 

Jamm Danmörk var nú yndisleg - som altid selvfølgelig. Hvað þarf maður að segja? Julebryg, æblæskiver, brændte mandler, juleglög - dásamlegt. Og ekki spilltu jóla-Tívolí, Fields og Fisketorvet fyrir. Ég held að ég þurfi að gerast áskrifandi að Kaupmannahöfn í desember. Keypti eitt og annað, mun núna líklega eiga besta DVD safn landsins af dönskum myndum, það verður gaman að fara að horfa. Svo og ýmsar bækur, danska krimma (Sara Blædel), fyrstu tvo hluta af Kronprinsesse trílógíunni og tvær eftir Alexander McCall Smith - búin að lesa þá fyrri (Sunday Philosopher's club - hreinn unaður) sem og nostagískar barnabækur, Barbapabba og Emil í stuttu myndskreyttu útgáfunni. (Hvað heita aftur Barbabörnin öll - þau heita víst bara Barbarød og -grøn og svo framvegis á dönsku).
Hef verið að vinna upp gamlar syndir síðan ég kom til baka - fjarkennsluskemmtilegheit en stefnir óðfluga í jólafrí. Enda bíður margt, ekkert jólakort verið skrifað enn, en reytingur af gjöfum reyndar keyptar í útlandinu. Jólakortamyndin farin í framköllum, það er alltaf stórt skref.
Tíðindi þau helst að Anna sys ætlar að koma heim (nota bene heim) um jólin. Það er bara gleði.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Allt að smella 

sumsé fyrir Kaupinhöfn - er búin að gefa allar einkunnir í dagskóla - fara yfir *flest* spóluverkefni -enough to drive one crazy - og í gær þvoði ég þvott í gríð og erg. Allt óspennandi fréttir enda er þessi færsla bara til að koma í veg fyrir kvartanir. Ég er á leið heim til að taka Árna Pétur í dönskutíma og taka á móti Kristínu í sörur og Sveini Áka í leikstuð og jafnvel að huga að pökkun.
Læt EKKERT í mér heyra í Kaupmannahöfn - þetta verður frííí :)
Lofa að hugsa fallega til ykkar á meðan.

föstudagur, desember 02, 2005

6 dagar í Köben 

...júhú!!
Annars bara góð tíðindi héðan, auðvitað mikið að gera og ég sé fram á að þurfa að skera af listanum góða um allt sem átti að gerast í desember. Hvað á að fara fyrst? Að liggja heima ALEIN og lesa (var að kaupa tvo krimma), þrífa húsið ógeðslega vel eða fara í ræktina á hverjum degi?? Well, siðasti hlutinn dettur um sjálfan sig strax ef ég nenni ekki í ræktina á eftir.
Svo er sörubakstur í kvöld - það kallar að vísu á rækt á hverjum degi, en woddðehekk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?