<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 29, 2006

10 ár er langur tími 

Í dag eru sem sagt 10 ár frá því að við Mummi hittumst fyrst (sælla minninga í röðinni fyrir utan 22). Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Ekki það að ég vona að þetta sé bara fyrsti fimmtungurinn eða sjötti parturinn eða hvað maður á að vera bjartsýnn. Elsku Mummi! Takk fyrir allt so far og fyrirfram takk fyrir næstu tíu ár líka... Ég elska þig :)

Við verðum ekki að heiman fyrr en á föstudag, þá ætlum við í óvissuferð til... (nei, bannað að segja, Mummi veit ekkert). Við munum einnig halda upp á daginn í dag og fram á kvöld... kannski þetta verði bara löng gleðihelgi með tilheyrandi sukki :) Maður hefur að minnsta kosti sukkað fyrir minna!

þriðjudagur, mars 28, 2006

Ef þið eigið leið norður á næstunni... 

...þá mæli ég svo svakalega með Litlu hryllingsbúðinni. Tvímælalaust toppstykki vetrarins. Andrea Gylfa rúllar sýningunni algjörlega upp og söngurinn reyndar yfirleitt alveg magnaður. Smá twist í lokin setti svo punktinn yfir i-ið. Do go if pussibul. Ég hafði langan og mikinn fyrirvara sjálf, búin að sjá bíómyndina svona 119 sinnum, að vísu oftast í brotum, en Óli bróðir horfði sem sagt öðru hverju á hana (þú ættir að fara geitin þín!) og finnst stykkið bara frekar leiðinlegt svona per se. En þetta var svo magnað gert.

Ekki það að auðvitað ættuð þið að safna og fara líka á Kardemommubæinn - mæli líka með honum.

föstudagur, mars 24, 2006

Meira gærdagsgrín 

Það kom enn einn yfir mig.

Jóhannes fór í afleysingar inn í fyrsta bekk og fór að spjalla við eina stúlkuna.
Og hvordan kommer du så i skolen, spurgte han. Jo, jeg skal køre tre veje, sagde pigen. Nåh, men du kører ikke alle tre ad gangen? spurgte Johannes.
Nej, det kan jeg ikke, min cykel har kun to hjul!

Danska mafían 

Mér var ráðstafað í gærkvöld á meðan ég var í leikfimi. Þannig var að við fengum upphringingu frá Kristínu þar sem hún var að falast eftir því að fá mig með á jazz-tónleika og þar sem ég var ekki innan kallfæris ákvað Mummi fyrir mína hönd að ég færi (ég var að vísu búin að velta fyrir mér fram og til baka í gær og fyrradag hvort ég ætti að fara, svo það var kannski viðbúið). Nú skilja kannski einhverjir lesendur hvorki upp né niður, síðan hvenær er ég svona áhugasöm um jazz? Síðan aldrei náttúrulega, þó ég hafi nú meira þol gagnvarti jazzi en mörgum öðrum tónlistarstefnum.

En þannig var (og nú er ég búin að gera stutta sögu mjög langa) að þetta var danskt tríó, tríó Valdemars Rasmussen og með þeim Johannes Møllehave (sem er afar frægur og umdeildur prestur í DK, mikill húmoristi og ég þekkti hann af pistlum sem ég hafði lesið í Politiken). Þannig að í gærkvöld var ég, ásamt ýmsum af dönskukennaravinum mínum, að hlusta á jazz og hann Jóhannes og eyrum máttu aldeilis blaka hratt. Sá hinn góði maður talar algjörlega óstöðvandi, hann stoppaði ekki einu sinni í hlátrasköllunum, svo mikið óð á honum og hann þurfti mikið að segja. Hann var að skilgreina húmor og gerði það með dæmum, þannig að upp úr honum ultu brandarar á færibandi. Þetta var alveg óhemju gaman og þarft. Manni veitir ekki af að þurfa að reyna á dönsku-eyrun sín, svona almennilega.

Hér flýtur einn (maður man aldrei neinn stundinni lengur - þannig að hann er ekki orðréttur).

Der var en gang en bjørn som satte sig ind på en bar. Det var selvfølgelig en hun-bjørn og hun fik sig lidt at drikke. Mens hun sad der kom en fuld mand ind, gik hen til hende og kyssede hende lige på snuden. Hun-bjørnen slog manden så han fløj helt ud på gaden. Der lå han, rystede på hovedet og sagde - ja, det er helt klart, så snart de har fået en pels, bliver de snobbede.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Danskir menningardagar 

Ég er að sýna nemendum mínum þá gömlu klassísku mynd, Nattevagten. Hún heldur þeim sæmilega við efnið, það er alltaf vandi að finna myndir sem fáir hafa séð en höfðar nokkuð jafnt til allra. Ég var að vísu búin að gleyma að það eru frekar ógeðsleg atriði inni á milli, en nemendurnir eru líklega sjóaðri en ég. Þeir lifa sig samt mikið inn, margir hverjir og gaman að heyra upphrópanir frá þeim. Samanber atriðið þar sem Jens er handjárnaður við rör og verður litið á hníf sem er innan seilingar. Hoho, það er fyndið að heyra krakkana (aðallega stelpurnar) tala beint til hans og segja honum að hann megi ekki skera af sér hendina. Já, svona er ég góður kennari :)

föstudagur, mars 17, 2006

Að Emma eða ekki Emma? 

Nú er ég á leið inn í mikið krísuástand. Þannig er að ég hef tekið að mér afleysingar í MA í maí og í framhaldi af því liggur í loftinu að mér verði boðin einhver vinna þarna næsta haust. Glöggir lesendur muna kannski að þetta stóð mér líka til boða í vor en þá stóð þannig á spori að ég var beinlínis búin að lofa mér að kenna eins og móðerfokker hér og gat engan veginn svikið lit. Nú er þetta öllu meiri fyrirvari, þannig að ég gæti farið héðan án þess að vera algjör Júdas. Reyndar án þess að fara yfir höfuð, ég sé svo sem ekki fram á heila stöðu í MA þannig að ég þyrfti líklegast eftir sem áður að kenna hér líka.

Það má segja að þá væru gamlir draumar að rætast. Fyrir margt löngu þegar ég ákvað að verða kennari, var þetta stefnan. Og hvað nú? Ég er hrædd um að ég fengi ákveðin Júdasarstimpil á mig ef ég færi niður eftir, því rígurinn er ekki síðri meðal kennara en nemenda! Og ekki er spennandi að vera á tveimur stöðum, ég er hrædd um að þá yrði maður alltaf utangarðs, sama hvar maður væri. Svo líkar mér óskaplega vel hér. Veit hvað ég hef.

Ég fór í heimsókn í MA í gær og það var skrýtið að koma þar inn. Skrýtið að vera hinu megin við borðið, ef svo má að orði komast. Þetta hafa væntanlega fleiri upplifað, flestir kennararnir uppaldir þarna.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Sár á hornhimnum 

Ég verð að deila með ykkur útsýninu sem ég hef úr sætinu "mínu" á kennarastofunni. Þannig er að kennarastofan hefur verið notuð sem gallerí (enda ljótasta hús bæjarins bæði að innan og utan, svo við þurfum á því að halda að hafa eitthvað á veggjunum), í fyrstu fyrir hin ýmsu verk kennaranna en nú í síðustu skipti hefur gallerís-skipuleggjandinn fundið áhugakonur út í bæ og sett verk þeirra upp hjá okkur. Það keyrði um þverbak í ljótheitum og ósmekklegheitum á mánudag. Dæmið sem ég horfi upp á hvern dag getið þið séð á heimasíðu VMA og dæmi nú hver sem vill! (Þið þurfið mögulega að renna aðeins niður síðuna til að sjá dýrðina.)

Djásnið mitt 


þriðjudagur, mars 14, 2006

Meira bíó 

Ég er aldeilis óstöðvandi í bíóferðunum þessa dagana! Lenti í bíó í gær, alveg óvart, með gömlum vinnufélögum úr Síðuskóla, á Pride and Prejudice. Hafði annars ákveðið að splæsa mér bara í hana á dvd, fyrst þeir álpuðust ekki með hana fyrr norður. Myndin var hin fínasta skemmtun en nær hins vegar ekki að grípa mann eins svakalega og serían góða hér um árið. Enda ekki fyrir hvern sem er að fara í fótspor Colin Firth.

mánudagur, mars 13, 2006

Afmælisbarn dagsins 

Dóttir mín elskuleg er þriggja ára í dag. Hefur beðið lengi eftir þessum áfanga, verst hvað það er þá langt í næsta. Hún átti góðan dag í gær með heilmikilli veislu og aumingja þið sem fengum ekki kökur. Við fórum hamförum í bakstri. Verst að það var lítill afgangur.
Fröken fékk margt góðra gjafa, tvær "barbie" dúkkur og einn "barbie" hest - annars staðar þekktur undir heitinu my little pony. Hún á svo von á öðrum frá foreldrunum í dag. Ýmislegt fatakyns sem vakti líka heilmikla lukku, sem betur fer er hún móttækileg fyrir öllum gjöfum.
Við vöktum hana með söng í morgun (fyrst hún svaf lengur en við svona for change) og hún var heldur betur ánægð, annar í afmæli. Við eigum síðan von á gestakomu nrII seinni partinn í dag.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Það bar til tíðinda 

að við hjónin fórum í bíó í gær (ekki það að ég fór vissulega á Bamba 2 í febrúar en tel það varla með). Þegar maður fer svona sjaldan er eins gott að vanda valið. Sem var og gert. Við erum búin að bíða eftir Brokeback Mountain síðan hún var frumsýnd og þeir álpuðust fyrst með hana norður núna í síðustu viku. Nema hvað, hún olli ekki vonbrigðum, þannig að þið sem farið spart í bíó, pælið í þessari. Hún vekur mann heldur betur til umhugsunar um misskiptingu gæða, og svo er hún bara svo ekta falleg ástarsaga. Mannleg, sönn, þörf.
Óvæntur bónus að þessu sinni var að það er búið að taka B sal í Borgarbíó í gegn (fyrir nokkru var það víst). Þetta er allt annað líf.

mánudagur, mars 06, 2006

Bíllinn minn... 

...er æðislegur! Vá, hvað það getur verið gott að keyra. Ég leyfði Mumma að vísu að hafa fullan aðgang að honum um helgina svo ég keyrði hann fyrst í morgun (og gat ekki einu sinni ræst hann í fyrstu umferð). Verst að maður keyrir full hratt í gleði sinni, veit ekki fyrr en maður sígur yfir 70. Montmynd við fyrsta tækifæri.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Afmælisbarnið 

Afmælisbarn dagsins er Eygló. Eygló, ég mun líklega ekki hringja í þig - til hamingju með daginn. Því miður verð ég ekki í fimmtugsafmælinu. Keypti mér samt kjól áðan í tilefni dagsins.
Gærdagurinn var fínn hjá Strumpu. Það þarf lítið til að gleðja ungann. Hún var aftur sett í hundabúninginn sem var keyptur í fyrra, passar eiginlega betur núna og hún var heldur betur sátt við það. Hundurinn hét því virðulega nafni Depill Lappi - já maður var svo virðulegur hundur að það dugði ekkert minna. Þau fóru ekkert út á leikskólanum, gengu á milli deilda og sungu og slógu loks köttinn úr tunnunni og fengu nammi. Full mikið að mínu mati en svo sem bara upp í nös á ketti miðað við þær tölur sem heyrast frá eldri hópum.
Við munum líklega fá nýja fína bílinn á morgun. Set örugglega inn montmyndir við tækifæri. Góðar stundir svo elskurnar, ég er á leið í eins dags vetrarfrí (well á eftir að kenna fjóra tíma, en það nálgast).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?