<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 28, 2006

Det er i live 

Ég hef tiltölulega lítið setið við tölvu og þ.a.l. ekkert bloggað heldur. Enda er nóg að gera. Hef lokið störfum við VMA - svona að nafninu til - það bíður að vísu óhugnarlegur stafli á vinnuborðinu :)
Vinnan í MA gengur. Próf á föstudaginn var sem ég fæ að dunda mér við næstu daga. Fæ svo að vera prófdómari í munnlegum prófum á miðvikudag. Það verður skondið.

Vorum í foreldraviðtali vegna Strumpu á mánudaginn var. Það var allt í besta lagi. Könnuðumst svo sem við ýmsar lýsingar en í heildina afar jákvætt og ekkert hægt annað en að vera montinn. Ég ræddi lítillega við hana á heimleiðinni eftir viðtalið og lýsti því að henni hefði verið hælt mikið en að Anna Bára hefði samt sagt að hún væri stundum óþæg. Sú stutta skipti snarlega um umræðuefni. Þetta var henni ekki að skapi.
Hér heima er hún reyndar að reyna að stofna einveldi. Eitthvað streitist gamla settið á móti svo þetta gengur ekki alveg eins smurt og hún vildi. Mikið verður gaman í júlí að fá að díla við hana 24/7 í heilan mánuð!

fimmtudagur, maí 18, 2006

Hneyksli kvöldsins 

Jamm, skandall skandall með Litháen, Tyrkland og Írland. Síst með Írland, ótrúlegt en satt sem er það frambærilegasta (samt vont orð um þetta tiltekna lag) af þessum þremur. Mitt atkvæði studdi gott málefni. Ég er með Finnum alla leið!

mánudagur, maí 15, 2006

Sóley og Katla 


Sætar snúðlur

sunnudagur, maí 14, 2006

Lokaspeki 

Þá eru það lögin sem eru pottþétt á laugardagskvöld.

Sviss: Ekki beint minn tebolli. Átti smá séns í upphafi en svo bara... 2 stig.

Moldavía: Afar undarleg samsuða, ég er ekki að skilja! 1 stig.

Ísrael: JúJú, á góðum degi. 4 stig.

Lettland: Hmm, amk frumlegt. Reyndar leiðinlegt líka. 2 stig.

Noregur: Flott lag en ekki tiltakanlega skemmtilegt. Algjör + fyrir norsku/elvish. 4 stig.

Spánn: Skemmtilegt á köflum. Í réttri stemmingu gæti ég alveg dansað. 3+ stig.

Malta: And we have a winner. Viðlagið er sterkt og baukurinn sætur. 5 stig.

Þýskaland: Go home you Texas-people. Hefði eflaust verið skárra án banjós. 1 stig.

Danmörk: Ég má ekki vera vond við Dani eeen eins og glöggir lesendur muna var ég ekki kát með þetta framlag. Skammskamm fyrir að syngja á ensku. Þetta vinnur samt frekar á. 3 stig.

Rúmenía: Þetta er nú eins og tvö aðskilin lög og hvorugt heillandi. Svona Dr Alban-ish. 2 stig.

Bretland: Skólabúningar?? Rapp?? Veit ekki. Ekki alslæmt svo sem og með því frumlegra sem þaðan hefur komið í langan tíma. 2 stig.

Grikkland: Mikið betra lag en í fyrra, en skelfilegt lúkk. 3+ stig.

Frakkland: Nýtt með, ég missti athyglina fyrr en í Bosníu-laginu. 0 stig.

Króatía: Ekki að gera sig. 0 stig.

Ég spái eftirtöldum lögum áfram úr undankeppninni:
Slóvenía, Andorra, Belgía, Rússland, Finnland, Holland, Svíþjóð, Eistland og Armenía. Vil auðvitað Ísland áfram og vona það besta.

Þau sem verða í baráttunni á lokakvöldinu eru Slóvenía, Finnland, Rússland, Svíþjóð, Ísrael, Malta, Noregur, Spánn, Grikkland og svo má alltaf vona, hósthóst Danmörk og Ísland.

Eurovision speki III 

Á laugardaginn fyrir viku horfði ég á Eurovision með Önnu Lilju og Benna og skráði hjá mér athugasemdir en hef ekki komið mér að því að setja þær inn fyrr en nú. Svo here goes.

Litháen: Enginn húmor fyrir þessu. Verði ykkur aððí - Litháar, þið sigrið enga með þessu. 0 stig.

Portúgal: Allt er gott á eftir Litháen - ágætt viðlag líka en söngurinn ekki upp á marga fiska. 2 stig.

Svíþjóð: Því miður virðist Carola alltaf vera niður á við. Främling klárlega hennar besta lag, síðan Fångat av en stormvind og núna þetta. Og ef hún ætlar að syngja það á ensku er það klár mínus. En Carola er samt klár. Hún fær 3+ stig.

Eistland: Svo sem alltílæ - enn einn ABBA stuldurinn (Does your mother know kom þarna lítillega við sögu) ágætt á köflum samt. 3 stig.

Bosnía- Hersegóvína: ZZZZZZZZ 0 stig.

Ísland: Silvía fær að sjálfsögðu fullt hús stiga þó svo mér finnist lagið síðra á ensku. En ég á reyndar ekki von á henni upp.

Hér vorum við dómnefndin nokkuð samdóma - nema um Bosníu???
Ég segi Ísland, Svíþjóð, Eistland, Portúgal, Bosnía og Litháen, en þeir pota Bosníu efst og síðan sömu röð og ég.

þriðjudagur, maí 09, 2006

gleðigleðigleði 

Keypti miða á GM í Kaupmannahöfn! Vikunni (jæja eða árinu) reddað. Tvöföld parahátíð - Anna Steina er nefnilega ómissandi og kallarnir koma með til að grípa okkur ef við föllum í yfirlið :) Verst hvað er djöf langt þangað til.

mánudagur, maí 08, 2006

Svívirða 

Jamm, það stefnir ekki beint í GM tónleika í ár. Seldust upp á einum og hálfum tíma - ég var komin vel á veg í pöntun en var þá hent út ;( Ég er í fýlu út vikuna!

fimmtudagur, maí 04, 2006

Fyrsti dagur í MA 

Kennsluferillinn í MA hófst í dag. ÍÍK hvað ég er þreytt. Þetta var hávaðasamur hópur þessi síðasti. Það vegur reyndar upp á móti að ég átti raunverulega samræður í dag á dönsku - ekki fínni (af nemandans hálfu) en samt! Og flassbakk úr dönsku (jújú ég var að kenna í G1) ég fékk smá upplifun frá því í öðrum bekk, eina skiptið líklega sem ég stóð á þessum sama stað fyrir framan bekkinn - munnlegt verkefni um kjörbók!

þriðjudagur, maí 02, 2006

OMG!!! 

Ég er SO there!

Munnlegt próf í MA 

Fór í mitt fyrsta starfsviðtal í morgun. Spjallaði við Jón Má og Sigurlaugu aðstoðarmeistara. Eins og kom fram í færslu í síðustu viku hraus mér svoldið hugur en þetta fór allt á besta veg - held ég - fékk svo sem ekkert svona handshake að lokum, velkomin í hópinn, þú ert ráðin. Það mátti hins vegar ráða þannig í orð Jóns Más að þetta væri klappað og klárt. Byrja reyndar í afleysingunum þar á fimmtudag, ekki ónýtt, þegar maður á að nefna styrkleika að segjast vera viðræðugóður og getað vísað í hjálp í viðlögum viðbrögðin mín við að koma í afleysingar í maí :)
En þetta er sumsé allt að koma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?