<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júlí 31, 2006

Bloggflutningar 

Ég er eins og unglingarnir - er að spá í að færa bloggið mitt. Aðallega af því að ég haaaata blogspot. Tékk it át!

sunnudagur, júlí 16, 2006

Það var í vetur sem var farið að ræða í vinnunni hans Mumma að einhverjir færu saman í fjallgöngu, fór þar Skúli frændi minn fremstur í flokki enda algjör fjallageit. Í framhaldi af því fékk ég gönguskóna frá Mumma. Nema hvað, svo hringdi Mummi á mánudagsmorgun og tilkynnti að Skúli hefði blásið til göngu upp í Strýtu (sem ég stóð í þeirri meiningu að væri einhver fjallstoppur á Hlíðarfjalli, ofan samnefndrar brautar). Ég reyndi að víkja mér undan en allar afsakanir voru blásnar niður, svo þannig fór að við Mummi, með aðeins tveimur vinnufélögum, þeim Skúla og Brynjari, lögðum af stað í fjallgönguna miklu. Við lögðum af stað frá Fjarkanum og ég var orðin lúin svona um það bil eftir að við höfðum lokið við Fjarkavegalengdina! En nei, nei, nei, það var bara blábyrjunin. Við héldum áfram, fórum sunnan við Strýtulyftuna og gengum bara sem leið lá upp, yfir urð og grjót, upp brattar brekkur, með stoppum hér og þar, til að ég færi ekki yfir um. Fengum okkur vatn úr lækjarsprænum á leiðinni eins og alvöru útilegumenn. Eftir miiiikið erfiði komumst við á topp Hlíðarfjalls - sem er rúmir 1100 metrar. Ætluðum að halda áfram, alla leið að Strýtu (sem er sem sagt annað fjall, svona bakvið - sjá neðstu mynd) en sáum fram á talsvert mikið lengri göngu - svona tvo tíma og ákváðum að halda til baka. Þá vorum við stödd á Vindheimajökli. Gengum aðeins til norðurs og komum talsvert norðan við Strýtubrautina - á næst neðstu mynd má sjá Skúla og Brynjar reyna að finna niðurgöngu sem er fær. Það er alveg svívirðilega bratt þarna á köflum enda var óheyrilega erfitt að labba niður. Það tókst samt fyrir rest og gönguferð sem tók vel á sjötta tíma að baki. Við Mummi bæði búin að slá hæðarmet og orðin heldur framlág. Hins vegar höfum við borið barr okkar furðu vel eftir á og enn eru litlir sem engir strengir farnir að gera vart við sig. Mummi er hins vegar vel roðasleginn á höndum.

PS Ekki von að maður seti sjaldan inn myndir - tekur óratíma. Það er svona þegar maður þarf að fótóshoppa sig sætan.

Ein spurning 

Er blogger afar illa við að maður noti paste?

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Hjónakornin snemma ferðar - ótrúlega spræk 


Geiturnar sem fylgdu okkur 


Ég - also known as Garp 


Göngugarparnir 


miðvikudagur, júlí 05, 2006

Í fréttum er þetta helst 

As if - það eru engar fréttir hér. Þess í stað mun ég færa ekki-fréttir af ástandi heimsmála í dag.
Hér er officially dagur 3 í leikskólafríi Sóleyjar. Ég hef sett mér þá stefnu að fara með hana út á hverjum degi. Á mánudag fórum við í sund eftir laaaaangt hlé vegna alls kyns veikinda. Sú stutta heldur betur sátt. Renndi sér í fyrsta skipti alein í gulu rennibrautinni og ferðirnar urðu ansi margar. Mér til mikillar gleði því ég slapp þá við öll hlaup eða svona að mestu. Fórum reyndar þrjár ferðir í stóru. Samt munur að þurfa bara að taka á móti. Í gær tókum við andapollinn og rosa rúnt í Dýraríkið og þaðan upp í kirkjugarð og boy oh boy, formið er dapurt. Það var með mikilli mæðu að ég hafði Lækjargilið.
Í dag hafa verið stanslausar heimsóknir en ég býst frekar við einhverri útiveru seinni part, enda er hlýtt og gott.

Úr kisuheimum er það helst títt að kettirnir eru hættir að sinna einu skyldu sinni - að halda heimilinu flugnafríu. Vaknaði í nótt við eina afar aðgangsharða, langt síðan það hefur gerst. Það verður greinilega að draga saman í matargjöfum og athuga hvort þeir fara ekki að standa sig. Ég held að Prinsi sé samt endanlega orðinn senior citizen. Hann bifast varla lengur. Ég reyndi að siga honum á flugu áðan og hann varð illa hneykslaður á mér. Maður er nú orðinn sjö ára! (hann ætlar greinilega að passa sig á að ofreyna sig ekki þessi síðustu æviár).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?